Söngkeppni Samfés 2020 hefst á föstudaginn kl.17:00 en þá verða öll atriðin aðgengileg á ungruv.is.
Félagsmiðstöðin Neon á fulltrúa í keppninni en það er Ronja Helgadóttir sem keppir fyrir hönd Neons og flytur lagið Russian Roulette með Rihanna.
Unglingar af öllu landinu hafa tekið þátt í forkeppnum, landshlutakeppnum og er nú búið að velja 30 atriði sem keppa í úrslitum Söngkeppni Samfés 2020. Það má því með sanni segja að efnilegustu söngvarar og söngkonur landsins komi fram á þessum frábæra viðburði sem fyrst var haldinn 1992 í Danshúsinu í Glæsibæ.
Dómnefnd velur sigurvegara Söngkeppni Samfés 2020 sem og annað og þriðja sæti. Einnig verður netkosning um titilinn “Rödd fólksins 2020“ sem verður aðgengileg á UngRUV.is til 25. maí
Úrslit Söngkeppni Samfés 2020 og “Rödd fólksins” verða tilkynnt á ungruv.is mánudaginn 25. maí klukkan 20:00
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að fara á ungruv.is og fylgjast með okkar fulltrúa og óskum Ronju velgengni í keppninni.