Allmikið magn af plastúrgangi og fjörurusli var flutt frá Héðinsfirði, miðvikudaginn 7. okt.

Þar var á ferð Ragnar Ragnarsson, betur þekktur sem Raggi Ragg, ásamt vinum sínum. Gestur Matthíasson kom með bát sinn frá Dalvík til að flytja draslið neðan frá fjörukambi og suður eftir vatninu. Þaðan var farið með það í sorpgáma á Siglufirði.

Ragnar og Lisa Dombrowe hafa undanfarin ár staðið í mikilli landhreinsun í fjörum Siglufjarðar og Héðinsfjarðar

Ragnar og Lisa Dombrowe hafa undanfarin ár staðið í mikilli landhreinsun í fjörum Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Í sumar tóku þau allan fjörukambinn vestan óss í Héðinsfirði og grundirnar suður undir vatn. Og þetta var afraksturinn, um tuttugu úttroðnir pokar ásamt mörgu öðru. Þar var meðal annars stór járntunna troðfull af smurolíutuskum og öðru slíku “vélstjórasorpi”!!!

Raggi og Lísa sýna það góða fordæmi að ástunda landhreinsun allt árið um kring – ekki bara á vorin eftir að snjóa leysir.

Forsíðumynd/Guðný Róbertsdóttir
Myndir í frétt/ Raggi Ragg