Síðasta föstudag, var Saga Ýr Nazari í viðtali á FM Trölla, í þættinum Undralandið sem Andri Hrannar stjórnar.

Saga Ýr hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir þær lífstílsbreytingar sem hún hefur gert á einu ári, frá því að vera langt leiddur fíkill í lífsglaða unga konu.

Saga Ýr á meðan hún var í neyslu

 

Á DV má finna viðtal við Sögu Ýr í tilefni af eins árs edrú afmæli hennar og segir hún þar meðal annars:

„Jæja, shit, þetta tókst. Í mikilli örvæntingu ákvað ég að prófa aðra stefnu í lífinu. Ekki fyrst og fremst til þess að friða einn eða neinn heldur því ég vildi sjá hvort að grasið væri raunverulega grænna hinu megin, þar sem allt í mínum garði var orðið að ösku.“

 

Í dag er Saga Ýr lífsglöð ung kona.

 

Í dag ræktar Saga Ýr áhugamálin sín sem voru týnd í ryki áður, hún er að semja tónlist og í lok viðtalsins sem Andri Hrannar  tók við hana má heyra lag sem hún samdi og syngur sjálf.

 

Saga Ýr Nazari í viðtali við Undralandið á FM Trölla

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: úr einkasafni