Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Matfugli ehf. vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.
Innköllunin á einungis við eftirtaldar framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Ali, Bónus
- Lotunúmer/tegundir/pökkunardagar: 011-23-17-5-64 og 011-23-17-6-64 (heill kjúklingur, bringur, lundir, lærakjöt, bitar), pökkunardagur 01.06.2023 – 02.06.2023
- Framleiðandi: Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Dreifing: Bónusverslanir og Krónuverslanir