Fyrirtækið Petmark ehf hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað svínseyru fyrir gæludýr eftir að salmonella greindist í sýni.
Um er að ræða ópökkuð svínseyru sem seld voru í sjálfvali í verslunum Gæludýr.is og Bendir síðastliðnar fjórar vikur (1.5.2021-6.6.2021).

Þeir sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að skila henni á sölustað eða farga henni.