Lagt var fram á 651. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 08.05.2020 þar sem fram kemur að leitað hafi verið áætlunar í hönnun á miðbæjarskipulagi á Siglufirði frá Landmótun og Landslagi
Lagt er til að gengið verði til samninga við Landmótun um hönnun á miðbæjarskipulagi á Siglufirði, útfærslu á torgum og görðum ásamt frágangi og ásýnd á gangstéttum, bílastæðum og vistgötum.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Landmótun vegna hönnunar á miðbæjarskipulagi á Siglufirði í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Kostnaður kr. 6.699.734 er vísað til viðauka við framkvæmdaráætlun 2020
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 9/2020 að upphæð kr. 6.699.734 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.