Starfsfólk Menntaskólans á Tröllaskaga hefur að mestu lokið undirbúningi móttöku starfssystkina frá Framhaldsskólunum á Laugum og Húsavík, Verkmenntaskólanum og Menntaskólanum á Akureyri sem mynda SAMNOR-samstarf.
Dagskráin er fjölbreytt. Þar eru málstofur, erindi, sófaspjall, dótakynningar, heimsóknir í fyrirtæki, sjósund og fleira. Starfsfólki Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er boðið með.
Þá gefast kennurum skólanna góð tækifæri til að kynnast eða endurnýja gömul kynni og bera saman bækur um fagleg efni.
Hér er slóð á myndband Ingu Eiríksdóttur um dagskrá og tilhögun SAMNOR-dagsins í Ólafsfirði föstudaginn 4. október. Myndband
Mynd: Gísli Kristinsson