Skíðasvæðið í Skarðsdal fagnar formlegri opnun Súlulyftu með sannkallaðri vetrarhátíð laugardaginn 8. mars kl. 12:00.
Miklar framkvæmdir hafa verið á skíðasvæðinu í Skarðsdal undanfarið ár, m.a. reist ný lyfta og komið fyrir töfrateppi sem safnað var fyrir að frumkvæði Anne Marie Jónsdóttur. Skemmtileg dagskrá verður af þessu tilefni fyrir alla fjölskylduna.
Gönguskíðabraut verður við Súlulyftu, lifandi tónlist og og svo eru það foreldrar iðkenda SSS sem standa vaktina í nýja veitingaskálanum og selja ljúffengar veitingar til styrktar rekstri félagsins.
Aðstandendur skíðasvæðisins hvetja alla skíðaiðkendur, bæði vana og óvana, til að fjölmenna í fjallið og taka þátt í þessum skemmtilega degi.
Foreldrar SSS iðkenda standa vaktina í veitingaskálanum og taka vel á móti gestum. Ágóði af veitingasölu fer í kröftugt barna- og unglingastarf Skíðafélagsins Skíðaborgar Siglufirði.
