Jólin eru að nálgast og því er við hæfi að spila mörg jólalög. En í þessari viku ætlum við að einblína á jólalög sem Eurovisionfarar hafa sungið, hvort sem þau eru frumsamin eða ekki. Við munum spila lög með ABBA, Cliff Richards, Måns Zelmerlöw, Lordi, Friðriki Ómari og fleirum. Og að sjálfsögðu spilum við önnur lög inn á milli. 

Eins og alltaf er hægt að biðja um óskalög, bæði með því að senda okkur skilaboð og með því að hringja inn í þáttinn. Síminn er 5800 580 og við munum svara eftir bestu getu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla eða á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum www.trolli.is Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is