Nemendur í 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar tóku sig til á dögunum og sendu forseta Íslands bréf með nokkrum vel ígrunduðum spurningum.
Ekki leið á löngu þar til svar barst frá forsetanum sjálfum, Höllu Tómasdóttur, sem tók sér tíma til að svara nemendunum með hlýjum og áhugaverðum hætti.
Allir nemendur fengu sitt eigið eintak af svarsbréfinu til að taka með heim, og sendu forsetanum innilegar þakkir fyrir falleg og hvetjandi orð. Að sögn kennara þeirra voru samskiptin bæði uppbyggjandi og lærdómsrík.
Nemendur í 7. bekk hafa nú ákveðið að ganga skrefinu lengra og bjóða forsetanum í heimsókn í Fjallabyggð, þar sem þau vilja veita henni heiðurstitilinn „Riddari kærleikans“.
Um er að ræða fallegt og skapandi framtak sem endurspeglar virðingu, áhuga og frumkvæði nemenda í Fjallabyggð.
Mynd/Grunnskóli Fjallabyggðar



