Endurvinnslan á Siglufirði fer nú í jólahlé og verður síðasti opnunardagur ársins fimmtudaginn 18. desember. Að þeim degi loknum lokar móttakan tímabundið og verður opnuð á ný mánudaginn 12. janúar 2026 klukkan 15:45.

Á svæðinu verður áfram aðgengilegur söfnunarkassi þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að leggja fram frjáls framlög. Í tilkynningu kemur fram að framlögin muni nýtast til stuðnings við starfsemina og er öllum sem leggja sitt af mörkum þakkað sérstaklega.

Í lok tilkynningar senda Dósaguttarnir íbúum Siglufjarðar hlýjar jólakveðjur og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Mynd: úr safni