Sunnudaginn 16. ágúst fór Siglfirðinga golfmótið 2020 fram á Akranesi, er þetta í tíunda sinn sem það er haldið.
84 keppendur mættu til leiks í rjómablíðu og allt að 17 stiga hita. Á Akranesi er fyrirmyndaraðstaða fyrir golfáhugafólk bæði mjög góður golfvöllur og glæsilegt nýlegt golfvallar hús.
Skilyrði fyrir þátttöku á mótinu er að vera Siglfirðingur að ætt og uppruna, vera giftur einum slíkum eða eiga önnur sterk tengsl við fjörðinn fagra.
Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og vegleg verðlaun að vanda voru veitt í karla- og kvennaflokki.
Sigurvegarar í kvennaflokki. Frá vinstri: 1. Oddný Hervör Jóhannsdóttir 2. Ólína Þórey Guðjónsdóttir 3. Jósefína Benediktsdóttir 4. Líney Rut Halldórsdóttir. Mótsstjórnin að þessu sinni. frá vinstri Guðjón M Ólafsson, Kristján L Möller, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Björn St Stefánsson og Jóhann G Möller. Þessir spilarar voru næst holu á par 3 brautum. frá vinstri Ólafur Vilhjálmsson,Oddný Sigsteinsdóttir og Helgi Runólfsson. Ólafur var næst holu á tveimur brautum og á annarri aðeins 15 sentimetra frá holunni. Sigurvegarar í karlaflokki frá vinstri. 1. Grétar Bragi Hallgrímsson 2. Tómas Kárason 3. Ólafur H Kárason 4. Helgi Runólfsson 5. Sigurður Guðgeirsson. Lengsta Drive á 9 braut áttu Jóhann G Möller og Hólmfríður Hilmarsdóttir en Oddný tók við hennar verðlaunum. Sigurvegarar í karlaflokki frá vinstri. 1. Grétar Bragi Hallgrímsson 2. Tómas Kárason 3. Ólafur H Kárason 4. Helgi Runólfsson 5. Sigurður Guðgeirsson. Hluti keppenda í veitingasal að lokinni keppni. Úrslitin kynnt og lesin upp.
Aðalstyrktaraðilar varðandi verðlaunagjafir voru:
Sigló hótel – sem gaf gistingu fyrir tvo með morgunverði á hinu glæsilega og eftirsótta Sigló hóteli svo og golfhring
Primex – sem gaf hinar stórkostlegu og marg verðlaunuðu CitoCare snyrtivörur.
Siglufjarðarapótek sem gaf snyrtivörur.
Og mörg önnur fyrirtæki sem styrktu mótið á einn eða annan hátt.
Mótsstjórin þakkar þessum fyrirtækjum öllum fyrir veittan stuðning svo og þeim öðrum sem gáfu verðlaun og teiggjafir
Myndir/ af facebooksíðu Siglfirðinga golfs