Það var Ólafsvíkingur sem var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og vann rúmar 930 þúsund krónur. Hann var með 6 leiki tvítryggða og 7 með einu merki og kostaði seðillinn 896 krónur.

Fast á eftir Ólafsvíkingnum kom Siglfirðingur, einnig með 13 rétta og fær hann 915 þúsund krónur í sinn hlut. Hann var með 5 leiki tvítryggða og 8 með einu merki og kostaði seðillinn 448 krónur.

Tveir tipparar voru svo með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og hlutu þeir rúmar 300 þúsund krónur í sinn hlut.