Gestgjafar Gestaherbergisins bíða spenntir eftir gestum kl 17 – 19 í dag.

Þema dagsins eru “bulltextar” eða lög með innihaldslausum textum. Eitthvað erum við nú búin að finna en tökum fagnandi á móti uppástungum.

Fastir liðir verða lika; Tónlistarhorn Juha, Áhættulagið og óskalög frá ykkur kæru hlustendur.

Þátturinn Gestaherbergið á FM Trölla er á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00 og hægt er að hlusta beint út um allan heim á trolli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is