Boðað er til fundar fyrir ferðaþjónustuaðila í Dalvíkurbyggð hjá Atvinnumála- og kynningarráði miðvikudaginn 6. mars nk. í Upsa á 3. hæð Ráðhússins frá kl 8:15-10:00.

Efni fundarins er að fara yfir stöðu ferðaþjónustu á svæðinu og ræða m.a. verkefni á næstunni og framtíðarhorfur.

Þeir ferðaþjónustuaðilar sem ekki hafa fengið boð og vilja sitja fundinn eru beðnir um að hafa samband við þjónustu- og upplýsingafulltrúa heidrun@dalvikurbyggd.is