Síðastliðinn sunnudag birti undirritaður nokkuð langan og ýtarlega pistill, þar sem farið var víða um völl, varðandi minningar um einelti fyrr og nú, heima á Sigló. Viðbrögð lesenda voru að mestu jákvæð og fékk undirritaður fjölmörg skilaboð með þakklæti fyrir að taka upp þetta viðkvæma efni. Allir voru sammála um að það eina rétta, væri að vísa einelti af leikvelli fjarðarins fagra og setja þetta hræðilega fyrirbæri í lífstíðar leikbann.

Sjá meira hér í upprunalegum skrifum:

Sunnudagspistill: Siglfirskt einelti – fyrr & nú!

Það er samt samtímis sorglegt að pistlahöfundi hafa borist fleiri viðbótarsögur, með hræðilegum lýsingum af afleiðingum eineltis og það er nokkuð ljóst að þrátt fyrir meiri vitundarvakningu og markvissa vinnu t.d. skólayfirvalda, sem geta nú flaggað flottum skýrslum og tölum úr skóla skoðanakönnunum.

Að þrátt fyrir allt þetta, að þá getum við samt EKKI með 100 % vissu sagt að einmitt þetta sunnudagskvöld sé ENGIN ungur einstaklingur heima í okkar fögru Fjallabyggð, með angist og hnút í maganum yfir tilhugsuninni um að þurfa að fara í skólann á morgun.

Því þó það sé einungis EINN aðili, er það samt einum og mikið.


Hugleiðingar um smábæjar einelti!

Það sem var svo sláandi í þessum viðbótar frásögnum, var að þær eiga sér ákveðin samnefnara, nefnilega að einelti í minni bæjarfélögum verður fljótt mjög svo alvarlegt. Það sem kannski byrjaði sem skólatíma einelti og hóp útilokun, getur á örstuttum tíma náð yfir alla þætti lífsins í minni bæjarfélögum. Hér eru ekki til eineltis flóttaleiðir með möguleikanum að flýja yfir í annan skóla eða skipta yfir í annað íþróttafélag eða að fjölskyldan flytji í annað hverfi.

Því miður er það allt of algengt að fórnarlömb eineltis lýsi viðbrögðum fullorðinna á þann máta að eineltis kvartanir þeirra sjálfra, sem og foreldra hafi ekki verið tekið alvarlega og oft á tíðum er reynt að slétta yfir og draga úr frásögnum fórnarlambsins og svo koma jafnvel upp ásakanir um þetta séu sjálfs sköpuð vandræði frá fórnarlambinu.

Stór fókus er lagður í greiningu á hegðun og viðbrögðum frá alsaklausu fórnarlambi eineltisins og litlu ljósi er varpað á uppruna vandamálsins, sem ALLTAF liggur í hegðun þeirra sem standa á bak við eineltið.

Við verðum að sjá alvarleikann í því, þegar niðurbrotin ung manneskja, sem er rétt eins og allir aðrir að reyna að ná þroska í samspili við aðra, dregur sig undan ALLRI þátttöku í lífinu og felur sig grátandi heima. Sjálfstraustið er mölbrotið og allt traust til hins fullorðna heims er fokið út á ballar haf. Niðurbrotið 12 – 13 ára barn er nú kannski í vonleysi sínum að hugsa um sjálfsvíg, sem sína einu lausn til að komast úr sinni vanlíðan og einangrun.

Á landsbyggðinni er oftast mikill skortur á sérfræðiaðstoð og ýmsir sjálfútnefndir, sálfræði og eineltis amatörar, klífa nú inn í viðkvæmt ferli sem oft á tíðum getur snúist um líf og dauða og gera þeir oftast illt verra.

Við getum rétt ímyndað okkur vanmátt og ótta foreldra og vandamanna sem horfa daglega á barnið sitt brotna meira og meira niður. Það er heldur ekki óalgengt að sumir foreldrar í vonleysi sínu berji í borð og krefjist lausna og eftir það er trúnaður og sú litla samvinna, sem var þó um tíma til, á milli heimilis, skóla eða félagsmálayfirvalda horfin líka.

Vanmátturinn er nú algjör og smábæjar foreldrarnir yfirvega nú í vanmætti sínum að segja upp vinnunni, selja eignir og forða sér og barninu sínu úr bænum.


Illt verður verra!

Allar þessar hrikalegu þjáningar, koma oftast að mínum mati úr þeirri staðreynd að nær engum útskýringa leitar-ljósum er beint að gerendum eineltisins, þeirra hegðum, uppeldi og heimilisaðstæðum.

Foreldrar eineltis gerenda vilja oft ganga langt í að verja sín börn og gjarnan benda á einhvern annan í eineltis hópnum sem höfuðpaur, eða svo er skuldinni einfaldlega kastað til baka á sjálft fórnarlambið og hans/hennar fjölskyldu. Enginn er þar af viljugur til að taka á sig uppeldislega ábyrgð og margir eiga erfitt með að sjá sitt eigið barn sem eineltis geranda. Mörg fórnarlömb langvarandi eineltis nefna einnig að eftir að „fullorðinsheimurinn“ neyddist til að sameinast um að grófar líkamsárásir væru ekki ok hegðun, hélt eineltið samt áfram í öðru formi.

Settar eru í gang margslungnar áróðurs og lygaherferðir, sem hefnd fyrir að afhjúpa eineltis ofbeldið, t.d. með því að þrýst er á þá örfáu vini sem fórnarlambið samt átti, með kröfum um að þeir taki nú afstöðu með eða á móti… einhverskonar ANNARS… liggur í loftinu.

Þessi eineltis aðferð heitir „ruling by fear“ og er heimsfrægt fyrirbæri og sumir vilja meina að svona stjórnunar og ráðríkis aðferðir erfist á milli eineltis- gerenda-kynslóða. Hótunin um útskúfun sem hangir stöðugt í loftinu er kröftugt stjórnunar vopn, í höndunum á óþroskuðum börnum og illa innrættu fullorðnu fólki.

Hér hafa fórnarlömb eineltis og foreldrar þeirra sem búa í minni samfélögum, einnig bent á, að þegar þessi þrýstingur, nær til fullorðna, jafnvel vina og ættingja, með kröfum og væntingum um að ALLIR bæjarbúar taki nú afstöðu um: Með eða á móti, rétt eða rangt, saklaus eða sekur. Þá gerir hálft bæjarfélagið skák og mát á sjálfan sig í vitleysis ferli, sem gagnar hvorki ungum fórnarlömbum eða gerendum.

Þetta ferli sem snýst um að flytja fókus frá því sem okkur finnst óþægilegt, er einnig sálfræðilega alþekkt fyrirbæri og snýst einfaldlega um að við manneskjur viljum helst ekki sjá og heyra sögur um að börnin okkar geti verið svona grimm og tekið þátt í ólýsanlegu og hræðilegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þá finnst okkur oftast betra að færa fókus á umræðuna yfir á einstaka persónur, finna þar bresti og einfaldar skýringar á óskiljanlegri hegðun barna og jafnvel ættingja þeirra líka.

Þess vegna verða allir fullorðnir aðilar sem dragast inn í uppgjör um langvarandi einelti að átta sig á ofannefndum varhugaverðum hugsana gildrum í þessu flókna og mannskemmandi ferli. Því það er auðvitað ekki gott að hvorki gerendur eða fórnarlömb fái ekki rétta hjálparhönd og sérfræðihjálp, við að komast heilir út í sitt framtíðar fullorðins líf, sem ábyrgar og góðar manneskjur.


AF HVERJU ÉG?

Á meðan að einelti stendur yfir og ekki síst þegar því loksins lýkur, spyrja fórnarlömbin sig aftur og aftur:
„Af hverju ÉG?“ Og auðvitað finna fórnarlömbin enginn svör, því svörin eiga miklu meira heima í sjúkum hugarheimi gerandans.

Til allra fórnarlamba langvarandi eineltis vill ég segja eftirfarandi:

Kæri vinur, vinkona!
Þú er aldrei ein/einn, því það eru svo margir sem eru meira en mikið tilbúnir að elska þig og styðja.

  • A. ÞÚ áttir ENGA sök í að eineltið byrjaði og áttir EKKERT af þessu skilið!
  • B. Eineltið segir okkur akkúrat EKKERT um ÞIG, en ALLT um lágkúrulega framkomu og persónuleika þeirra sem taka þátt í einelti.
  • C. Eineltis seggir eru oftast sjálfir, óttalega viðkvæmir og óöruggar mannverur, einir og sér og bara stórir þegar þeir eru í hópi líkasinnaðra.

Þessi „AF HVERJU ÉG“ spurning er ekkert sem við þurfum að eyða tíma í að eltast við að finna svör við. Því allir sem reyna að finna rök sem réttlæta og afsaka einelti eru staddir á hálum ís, því það er einfaldlega EKKI HÆGT að réttlæta einelti.

Ég vil að lokum þakka öllum sem hafa sent mér skilaboð og viðbótar sögur sem hafa gefið mér og vonandi ykkur lesendum líka betri skilning á alvarleika eineltis og langvarandi áhrifa þess á líf okkar og heilsu.

Við skulum hafa í huga að ENGIN óskar sér þess að eiga sér reynslu og minningar um einelti og fæstir eru viljugir til að lýsa reynslu sinni á opinberum vettvangi. Því þetta er bara niðurbrjótandi ferli, sem situr í lengi og gott dæmi um það, er vinur minn á sjötugsaldri sem fær hnút í magann, við það eitt að sjá eða ganga fram hjá skólabyggingu

. Margir spyrja sig einnig á fullorðinsárum, hvort að þeir sem hafa eineltisáreiti úr barnæsku á samvisku sinni, hvort að þessir aðilar sjái ekki eftir barnalegri hegðun sinni, eða er þessum aðilum alveg sama ???

Líklega er þeim flestum illa við að svona atburðir séu rifjaðir upp, en það væri samt ekki alrangt að t.d. opna þessa umræðu á næsta árgangsmóti og jafnvel senda sérstakt boðskort og afsökunarbeðni til allra skólafélaga sem aldrei láta sjá sig og viðurkenna að þeir hafi ærna ástæðu til þess. Hmm, en einhver veginn ber okkur öllum samt skylda til að brjóta ísinn og rétta fram sáttar og barnæsku vináttu hönd.

Það er þó mjög svo einkennandi fyrir þá sem hafa náð sér á strik eftir langvarandi einelti að þeir einstaklingar eru með eindæmum heilar og heilsteyptar manneskjur, gríðarlega duglegir og vökulir foreldrar og góðir og umhyggjusamir starfsfélagar og vinir.

Þessi lífsreynsla hefur kostað þá mikið og þeir eru í dag ósýnilegir verndarenglar allra sem minna mega sín.

Bestu Siglósaknaðarkveðjur til ykkar allra.
Nonni Björgvins.


Höfundur:
Jón Ólafur Björgvinsson .

Sjá meira söguefni og greinar eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/

Forsíðu ljósmynd:
Er búin til með gervigreind frá Microsoft Bing og aðlöguð greininni með Microsoft Office.