Nýi golfvöllurinn á Siglufirði opnar fyrir almenning í dag, mánudaginn 11. júní.
Félagsmenn í Golfklúbbi Siglufjarðar fengu forskot á sæluna og spiluðu á vellinum í síðustu viku. Þeir sem Trölli.is ræddi við eru í skýjunum með völlinn og hlakka til sumarsins.
Golfskáli Siglo golf er í byggingu, er áætlað að hann opni um miðjan júlí ef allt gengur að óskum og mun þá formleg opnun vallarins fara fram.
Rástímaskráning er á golf.is eða hjá Sigló Hótel í síma 461-7730

Verið að vinna við nýja golfskálann þann 6. júní

Útlitsteikning af nýja golfskálanum
Texti og myndir í frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Forsíðumynd: Jón Steinar Ragnarsson