Líkt og síðustu ár hvetjum við bæjarbúa á Siglufirði til að skreyta hús sín í hverfalitunum. Eigendur best skreyttu húsanna verða verðlaunaðir á Síldarævintýri.
Hverfalitirnir eru þeir sömu og áður og þá má sjá á meðfylgjandi korti.
Litaskraut er til í einhverjum verslunum bæjarins.
