Sigurður Ægisson prestur á Siglufirði hefur gefið út bókina O.K. Bókin er um leit hans að upphafi og sögu þekktasta orðatiltækis í heimi, ok. Þetta er tólfta bók höfundar.
Bókin er komin til landsins og farin í dreifingu. Hún fór í sölu í Kjörbúðinni og SR Bygg á Siglufirði í gær.
Sigurður Ægisson er guðfræðingur og þjóðfræðingur að mennt, fæddur á Siglufirði 21. september 1958 og uppalinn og búandi þar núna.
Hann hefur í gegnum tíðina skrifað jöfnum höndum greinar í blöð og tímarit, hér á landi sem erlendis, um guðfræði, náttúrufræði, sagnfræði og þjóðfræði og margt fleira. Hann er textahöfundur bókanna Ísfygla : íslenskir fuglar : aves Islandicæ (1996), Íslenskir hvalir, fyrr og nú (1997), Íslenskar kynjaskepnur (2008), sem tilnefnd var til Viðurkenningar Hagþenkis, sem er félag höfunda fræðirita og kennslugagna,
Hvalir (2010), Icelandic trade with gyrfalcons : from medieval times to the modern era (2015), Íslenska Biblían : ágrip rúmlega fjögurra alda sögu (2015), Gústi : alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn (2019), Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin (2020), sem einnig var tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis, Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar — Fugladagbókin 2022, sem kom út í fyrra, og svo Hrafninn : þjóðin, sagan, þjóðtrúin (2022). Um þá síðustu hafði Egill Helgason þau orð í Kiljunni 22. febrúar það ár, að hún væri „rosalega flott verk“. Í fyrra kom svo út bókin Völvur á Íslandi.
Auk þess hefur Sigurður ritstýrt tveimur bókum; önnur nefndist Á sprekamó : afmælisrit tileinkað Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi sjötugum, 11. júní 2005 (2005) og hin Örnólfsbók : afmælisrit tileinkað Örnólfi Thorlacius 75 ára (2006).
Mynd/samsett