Dagskráin í dag, föstudaginn 1. ágúst á Síldarævintýri er fjölbreytt og eitthvað við allra hæfi.
Síldarævintýrið á Siglufirði 2025 er nú haldið í þrítugasta og fyrsta sinn. Lagt er upp með fjögurra daga fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina í svipuðum anda og verið hefur undanfarin ár.
Sem fyrr er markmið hátíðarinnar að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál.
Öll barnadagskrá verður ókeypis, heimafólk í aðalhlutverki í tónlistarflutningi og annarri skemmtun, söfn og setur bjóða upp á fjölbreytta dagskrá.
Föstudagur 1. ágúst
Kl. 10.00 – 17.00
Síldarminjasafn: Listsýning Ragnars Páls Einarssonar á Gránulofti
Kl. 14.00 – 17.00
Minningarsýning um Björn Steingrímsson frá Ólafsfirði
Gallerí Arcticglass, Eyrargötu 27
Kl. 14:00 – 15:00
Alþýðuhúsið – Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur
Kl. 16.00 – 18.00
Íþróttahúsið á Siglufirði Hoppukastalar,
Nerfbyssur og andlitsmálun
Kl. 16.00 – 18.00 Alþýðuhúsið
Sýningaropnun í Kompunni
Listamaður: Anna Þóra Karlsdóttir
Kl. 19.15
Ráðhústorg – Skrúðganga að brennu á Norðurtanga
Kl. 19.30 – 20.30
Brenna á Norðurtanga
Kl. 21.00
Segull 67 – Pub quiz með Sigrúnu Sigurpáls
Kl. 21.00 – 22.30
Ráðhústorg – Landabandið heldur uppi fjörinu
Kl. 22.30
Ráðhústorg – Kveikt á blysum
Kl. 22.35 – 23.30
Ráðhústorg – Leó Ólason og Steini Bertu Sveins
Kl. 23.30
Rauðka – Trúbbastemming Danni og Kiddi – Frítt inn
Glæsileg dagskrá á Síldarævintýri 2025
Mynd/Síldarævintýrið