Dagskráin í dag, sunnudaginn 3. ágúst á Síldarævintýri er fjölbreytt og eitthvað við allra hæfi.

Síldarævintýrið á Siglufirði 2025 er nú haldið í þrítugasta og fyrsta sinn. Lagt er upp með fjögurra daga fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina í svipuðum anda og verið hefur undanfarin ár.

Sem fyrr er markmið hátíðarinnar að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál.

Öll barnadagskrá verður ókeypis, heimafólk í aðalhlutverki í tónlistarflutningi og annarri skemmtun, söfn og setur bjóða upp á fjölbreytta dagskrá.

Sunnudagur 3. ágúst

Kl. 10.00 – 17.00
Síldarminjasafn:
Listsýning Ragnars Páls Einarssonar á Gránulofti

Kl. 11:00 – 14:00
80 ára afmæli Skeiðsfossvirkjunar
Orkusalan býður uppá sýningarferð, grillaðar pylsur og afmælisköku. Hoppukastali ofl. fyrir börnin
Rúta leggur af stað frá Ráðhústorgi kl. 10.30

Kl. 12.00 – 16.00
Íþróttahúsið á Siglufirði
Hoppukastalar, Nerf byssur og andlitsmálun

Kl.12.00 – 00.00
Segull 67 – Pokavarp, Frisbígolf ofl. – Útileikir

Kl. 14.00 – 17.00
Alþýðuhúsið Sýning í Kompunni, Anna Þóra Karlsdóttir

Kl. 14.00 – 17.00
Minningarsýning um Björn Steingrímsson frá Ólafsfirði Gallerí Arcticglass, Eyrargötu 27

Kl. 14.30 – 15.30
Alþýðuhúsið
Sögustund með völdum aðilum og gestum

Kl. 15:30 – 16.30
Froðufjör Slökkviliðs Fjallabyggðar á Rauðkutúni
(Takið með handklæði)

Kl. 16.00 – 18.00
Segull 67 – Lifandi tónlist

Kl. 17.00
Segull 67 – Hestar – Teymt undir fyrir þá sem vilja

Fjölmenni og blíða á Síldarævintýri – Myndir
Brenna, blysför og skemmtilegir viðburðir á Síldarævintýri – Myndir

Mynd/Síldarævintýrið