Nýtt kaffihús, Síldarkaffi var opnað síðastliðinn laugardag á Siglufirði.

Að sögn Anitu Elefsen safnstjóra gekk opnunin vonum framar, það var opnað um hádegi á laugardag og alla helgina var aðsóknin mjög góð. Bæði heimamenn, gestkomandi og ferðafólk komu og nutu þess að smakka síldarrétti, kökur og smörrebröd.

Það er Síldarminjasafn Íslands sem rekur Síldarkaffi í Salthúsinu og verður lögð áhersla á síldarrétti, einnig er hægt að fá góðan kaffisopa, kökur, smörrebröd og snafs.

Opið verður alla daga vikunnar út september, jafnvel lengur á opnunartíma Síldarminjasafnsins.

Sænski síldarkokkurinn Ted Karlberg aðstoði starfsfólk safnsins við að setja saman matseðil fyrir síldarkaffihúsið.

Glöggir muna mögulega eftir glæsilegu síldarhlaðborði sem hann og vinur hans Andreas Almén stóðu fyrir í samvinnu við Síldarminjasafnið á Strandmenningarhátíð sumarið 2018.

Íslensk síld hefur um áratugi þótt algert lostæti þó að Íslendingar hafi ekki skapað sterka hefð fyrir því að matreiða hana sjálf.

Opið er valla daga vikunnar í Síldarminjasafninu frá kl. 10:00 -17:00 í ágúst og 13:00-17:00 í september.

Sænski síldarkokkurinn Ted Karlberg

Myndir/Síldarminjasafn Íslands