Julius EDVIN JACOBSEN RemØ…
… heitir hann fullu nafni, þessi merkilegi, Norsks/Íslenski/Siglfirski maður og skal með réttu vera kallaður SÍLDARKÓNGUR! Þó hann sé svolítið gleymdur í síldarsögunni, þá er Hr. Jacobsen, samt einn af frumkvöðlum síldarævintýrisins, rétt eins og t.d. Roalds- og Evanger bræður. Þrátt fyrir að hann sjálfur vilji fegra sinn hlut í síldarsögunni í dagbókarfærslum sínum, sem þessi endursögn byggir á. Þá segir þessi stórbrotna saga, okkur einnig, … … að engin verður óbarinn biskup í síldarbransanum!
Ætt og eftirlifendur Edvins Jacobsens og Guðmundu Benediktsdóttur (fosterdatter till lensmann Haflidi Gudmundsson i Siglufjördur) eiginkonu Jacobs, lifa enn í minningunum um ævintýraleg ferðalög og frásagnir hans frá árunum 1904 – 1954.
Grunnurinn kemur að mestu leyti úr söguhefti sem Tine OMRE Lakskjönn, barnabarn Jacobsens, tók saman úr, stopulum dagbókarfærslum afa síns, en valdir kaflar birtast okkur á norsku 2004, í litlu gulu söguhefti.
Það hefur lengi verið ætlun mín að þýða og endursegja valda hluta sögunnar og hafði ég samband við Tine, sem veitti mér góðfúslega leyfi til þess.
Í þessari sögu samantekt í 3 birtingar hlutum, er stiklað á stóru með endursögn á Íslensku, ásamt góðum og fræðilegum viðbótar, ljósmyndum og heimildum, frá Siglfirsku sögu mönnunum, Benedikt Sigurðssyni, Leó Ólasyni og Steingrími Kristinssyni, um ýmislegt sem við kemur sögu Edvins Jacobsens.
ATH. Þeir sem vilja kynna sér söguna í heild sinni, geta spurt eftir þessu hefti á Síldarminjasafni Íslands.
Textinn var á köflum nokkuð erfiður til yfirlestrar, Edvin fer víða um völl í frásögnum sínum, oft er erfitt að átta sig á hvaða starfsemi eða hvaða tímabil hann er að segja frá. Það líða oft áratugir á milli dagbókarfærsla.
Einnig vegna þess að á þessum 50 fyrstu árum síðustu aldar, verða miklar breytingar í skrifmáli norskrar tungu. Tine tekur t.d. heila bls. í að útskýra þessa breytilegu stafsetningarþróun, sem Edvin reynir að fylgja í sínum skrifum og nefnir hún þar sérstaklega “Reformer” frá 1907, 1917 og 1938.
Þannig að textinn í þessu litla söguhefti er líka einhverskonar Norsk tungumálasaga.
Í heildina eru þetta mjög svo áhugaverðar síldarsögu heimildir, með persónulegum upplifunum og merkilegum þjóðfélagslegum lýsingum, Edvins Jacobsen.
Merkilegar frásagnir af ævintýralegum ferðalögum, séð með augum ungs útlendings á hinu unga Íslandi – Reykjavík og ört vaxandi Siglufirði o.fl. byggðarlögum og sveitum landsins. Þetta er sagan af Norskum manni, sem verður ástfangin af konu og Silfri hafsins á norður hjara veraldar og af landi og þjóð…
Æviágrip:
Julius “EDVIN JACOBSEN” Remö, er fæddur 1878 á Remöya við vesturströnd Noregs, suðvestur af Ålesund. Hann var yngstur 5 systkina og náðu 4 börn fullorðinsaldri. Rúmlega helmingur íbúa eyjunnar eru skyldir Edvin í föðurætt og í móðurætt dágóður slatti líka og má þar nefna t.d. Johan Ottesen, útgerðarmann, kenndur við Ulsteinvik og kemur hann oft við sögu varðandi fyrirtækja starfsemi Edvins. Þeir voru systkinabörn.
Edvin er ungur að árum, þegar hann ákveður að fara út í eigin rekstur og verða sinn eigin herra, hann skellir sér í Verslunarskólanám í Bergen. Hann er í fullri vinnu, samfara náminu og sinnir lærdómnum á kvöldin og lýkur þar prófum og fær Verslunarmanna réttindi aldamótaárið 1900.
Hann fær dágóðan arf og notar þá peninga til að byrja sinn langa fyrirtækja feril.
Edvin Jacobsen er lýst sem heiðarlegum eldhuga, sem ætíð er með mörg járn í eldinum samtímis. Hann er framsýnn frumkvöðull og góður sátta- og samningamaður, vel liðinn af jafnt broddborgurum sem alþýðufólki.
Strax að loknu námi 1900, skellir hann sér í eigin fyrirtækjarekstur í Sævik, en flytur og stækkar starfsemina, árið eftir i Fosnavåg 1901.
Edvin segir í hluta af endurminningum sínum sem hann skrifar, 4 apríl 1940:
” Núna eru liðin 40 ár síðan ég byrjaði minn verslunarrekstur í Sævik og flutti mig síðan hingað yfir í Fosnavåg í byrjun desember 1901, lokaði síðan rekstrinum 1903, eftir að ég kláraði herskylduna, en þar á eftir varð ég nokkuð frjáls og fór þá til Íslands vorið 1904. “
Fosnavåg, mun þar á eftir, verða hans aðalbækistöð og heimili í “Norge” til æviloka, þegar hann ekki er í sínum viðskipta-sumarferðum á Íslandi.
“Ekki gat mig grunað að Siglufjörður yrði mitt annað heimili á þessari jörð, þegar ég kom þangað haustið 1904, enn í dag hef ég heimþ´rá í huga, þegar minningarnar bera mig til baka í þetta fallega Hafliða hús.”
Orð hans eru nokkuð lýsandi, varðandi hvernig Siglufjörður lýtur út í hans augum 1904: “Markmið mitt var að komast til Siglufjarðar, hins nýja Norska bæjar á Íslandi og þar ætla ég mér að kaupa lóðir og byggja þar upp síldarsöltun.
Ég kem þangað seint að kvöldi og ég sé bara 3 hús sem geta talist íbúðarhæf á Eyrinni. Eitt af þeim stóð tómt, en það er Faktors hús Gránufélagsins, næsta var Pósthúsið og það þriðja var hús hreppstjórans.”
“Maddömuhúsið” svokallaða, sem Hafliði Guðmundsson hreppstjóri, verðandi tengdafaðir Edvins, keypti 1898 er oft nefnt í frásögnum Edvins, þetta er honum kært hús og lengi vel hans fasti punktur á Siglufirði.
Hér neðar er vísað í fræðandi blaðagrein frá 1989, og þar kemur fram að ekkja, Snorra Pálssonar, “Maddama Margrét” byggði þetta fallega og sögufræga hús 1884. Hér er einnig minnst á nokkra Íslenska frumkvöðla, eins og t.d. Faktor Snorra Pálsson, oft nefndur “Faðir Siglufjarðar” en hann var góður vinur Hafliða.
Óhætt er að segja að þessir menn o.fl. leggja grunninn fyrir komu Edvins og annara Síldarkónga og að hann valdi að banka upp á í réttu húsi… eða svo var ekki um mikið annað að velja:
Sjá meira hér: “Faktorinn á Siglufirði, Þ Ragnar Jónasson, Siglfirðingur 23/12 1989. timarit.is“
Þetta hús er í dag þekkt sem: Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Edvin er síðan seinna, að hluta til samfara starfsemi sinni á Siglufirði, með fiskvinnslufyrirtæki, lýsisbræðslu og útgerð o.fl. í Fosnavåg og er einnig hluthafi í t.d. Söndmöre Fiskeri & Handelsbank, Klippfisktilverkningens Eksportlag A/S og Havfiskeselskapet A/S Njörd Ålesund.
ATH: Í þessu æviágripahefti, eru ekki nefnd nein ártöl varðandi eignarhluti hans í þessum norsku fyrirtækjum.
Á upphafsári sínu á Íslandi byrjar hann með lifrarbræðslu í Reykjavík, sumarið 1904.
Eftir að Edvin kemur til Siglufjarðar og fær gistingu hjá Hafliða Guðmundssyni og eiginkonu hans, verður Edvin síðan fastur næturgestur þar, næstu 10 sumur og matargestur í samtals 25 ár.
Hann verður yfir sig ástfangin af fósturdóttur Hafliða hreppstjóra.
Edvin og Guðmunda Benediktsdóttir, gifta sig í Dómkirkjunni í Bergen 1911.Þau hjónin byggðu sér og sínum fallegt heimili í Fosnavåg 1915 og bjuggu þar til æviloka.
Guðmunda lést í október 1941 og Edvin í desember 1957.
Þau eignuðust 5 börn: Sigrid, Jacob (Jac) Antonie (Tonna) Haflidi (lést aðeins 2 ára gamall) og Maron.
1951 settist Síldarkóngurinn Edvin Jacobsen í helgan stein og lét elsta soninn Jacob (Jac) taka yfir völdin í fjölskyldufyrirtækinu.
Frumkvöðull! – Síldarástarsaga! – Síldarkóngur!
Þetta eru orð sem koma upp í huga mínum eftir lestur á þessu 57 bls. söguhefti.
Ástæðan liggur í þeim kærleiks undirtón sem ber okkur í gegnum stundtals flóknu frásögn, þar sem Edvin hoppar oft fram og til baka í tíma og rúmi, en alltaf er það augljóst að hann elskar bæði Noreg og Ísland og hann bendir oft á að bæði löndin eru ungabörn, sem kunna varla að fara með peninga.
Noregur nýorðið sjálfstætt land 1905 og litla Ísland er á sömu leið og fær fullveldi í sínum málum 1918.
Hann finnur sína lífsást í þessum einkennilega, þá næstum óbyggða Siglufirði, á norðurhjara veraldar, þar af er þetta ástarsaga. En þetta snýst líka um að elska Síldina og öllu sem henni fylgir og einnig nýtt land og að finna sig í og tilheyra nýrri þjóð, taka þátt í og skapa eitthvað nýtt fyrir sjálfan sig og aðra.
“Ég keypti Sæby lóðina og lóð lengra upp við sömu götu af eignum Ásgeirs Péturssonar og ég hef svo sannarlega lagt mitt af mörkum í uppbyggingu Siglufjarðar og ætíð borgað inn í samfélagið háa skatta, frá 1905.”
Og rétt eins og aðrir síldarvinnslufrumkvöðlar, verður Edvin, nærri því gjaldþrota… tvisvar, byrjar aftur á núlli og þar af getum við ekki kallað hann neitt annað en alvöru Síldarkóng! Á efri árum segir Edvin eitthvað á þessa leið:
“Það er í rauninni góð kennslustund fyrir viðskiptamenn að tapa öllu, kennir manni að hugsa út í áhættuna og reyna meira að sjá fyrir sér, ófyrirséðar og duldar hættur í viðskiptum.“
Síðan skulum við ekki gleyma því viðskiptalega mótlæti, sem það inni ber, að upplifa tvær langdregnar heimsstyrjaldir á þessum árum sem Edvin er virkur í viðskiptum á Íslandi og í Noregi.
Það er einnig nokkuð ljóst við lestur sögunnar að 26 ára gömlum, herr Jacobsen, er nokkuð brugðið, þegar hann kemur til Íslands vorið 1904, með sín lifrarbræðslu tæki og tól. Hér vantar alla innviði í samfélagið, hér er ekki til, reglugerðir eða allskyns þjónusta sem vanalega er hægt að kaupa úti í Noregi.
Frásögn hans líkist einna helst sögunni um Robinson Cruseo, sem verður að bjarga sjálfum sér á eyðieyju.
Maður sér í frásögum Edvins að hann er sannur frumkvöðull.
Hann var frumkvöðull í “Lyfja lýsis framleiðslu” og einnig einn af þeim fyrstur að framleiða kryddsíld og að nota herpinót við veiðar. Edvin er einnig þekktur fyrir að hann bætti vinnuaðstöðu síldarstúlknanna, með því að láta þær standa við svokallaða síldarkassa, í staðin fyrir að þær væru vinnandi bognar í baki og á hnjánum í síldarbingnum.
Hann gefst aldrei upp, er í mikilli samvinnu við Svía, Norðmenn og Íslendinga og finnur stanslaust nýjar lausnir í landi sem er iðnaðarlega varla meira en nýfætt kornabarn og er rétt við það að byrja að skríða út úr moldarkofa-hýbýlum sínum.
Sannur frumkvöðull þarf að hafa marga hæfileika eins og sjá má í “Íslenskt orðanet.” hefur orðið 19 grannheiti og 109 skyldheiti:
Það eru þessir aðlögunar hæfileikar Edvins og virðing hans fyrir landi og þjóð sem gera hann að stærri persónu í mínum huga, hann tekur virkilega þátt í uppbyggingu samfélagsins og atvinnuvega, bæði á Íslandi og í Noregi.
Með því að kaupa lóðir og íbúðarhús á Siglufirði, getur hann þar á eftir keypt sér Íslenskt “Borgarabréf” 1907, sem veita honum réttindi að stunda veiðar innan landhelgi Íslands og eiga vinnslustöð í landi og selja og kaupa síld eins og honum hentar. Jacobsen, er með síldarsöltun á Siglufirði, í eigin nafni og einnig sem umboðsmaður fyrir Gautaborgar fyrirtækið Solbu & Co.
Viðskiptafélagarnir, Edvin og norsk-ættaði Svíinn, hr. Adolph Solbu, verða ævilangir vinir. Við lestur á frásögnum Edvins af þessum upphafsárum á Siglufirði er stundum erfitt að átta sig á hver á hvað, Edvin eða Solbu?
Það er þó augljóst að þessi samvinna þeirra bjargar í rauninni Edvin frá gjaldþroti snemma á hans fyrstu fyrirtækja árum á Siglufirði.
Ferðasögur og minningar 1904 – 1954
Úrdráttur úr Kafla I, ferðalag til Íslands!
Hér koma ævintýralegar lýsingar af ferðalagi Edvins til Íslands í byrjun apríl 1904, honum finnst hann standa nokkuð vel að vígi, en virðist ekki vita nákvæmlega hvað býður hans. Þetta er þar af einnig, fjárhagslega mikil óvissu og áhættuferð.
Í upphafi sögunnar á hafnarbakkanum í Bergen, áður en Edvin klífur um borð í s/s Egil, sem hann segir sé í eigu erfingja hins fræga hr. Otto Wathne á Seyðisfirði, segir hann frá ætlun sinni og nokkurra annarra ferðafélaga, en það er að framleiða þar hágæða “lyfja lýsi” sem er á þessum tíma nokkuð óþekkt fyrirbæri.
“Ég hafði rétt eins og aðrir, heyrt orðróm í fyrra, 1903, um stóran gróðamöguleika í þessum bransa og þar get ég nefnt Gustaf Evanger frá Eggersbönes og Ole Ose frá Örsta, úr þessum orðrómi skapaðist einhverskonar gulllgrafara stemmning og margir “forsökte lykken” þar á meðal ég sjálfur.“
Þessu fylgja einnig eldri fréttir, um bæði góðan og slæman árangur í tilraunaveiðum Svía og nokkurra Norðmanna á mjög svo stórri og feitri síld við norðurströnd Íslands. Þessi einstaka og háa fituprósenta Íslensku síldarinnar (allt upp í 40%) gerir hana að eftirsóttarverðri lýsis og síldarmjölsvöru.
“Þarna hitti ég ferðafélaga og keppinauta mína, þá Ole Osa, Johan Ryste og íslendinginn Sigurdsson. Við höguðum okkur eins og pókerspilarar, við vildu hvorki segja hvor öðrum… of mikið eða of lítið.”
Þetta er, langt og ævintýralegt ferðalag. Frá Bergen er siglt yfir Norðursjó til Newcastle í slæmu veðri.
“Ole Ose og nær allir illa sjóveikir farþegar, skiluðu rándýrum skipsmat yfir borðstokkinn og fannst Ole það ekki skrítið að þessi strandferðaskip græddu á tá og fingri. Hann var á því að krefjast endurgreiðslu fyrir matinn.“
Þeir ferðafélagarnir fara síðan landleiðina til Edinborgar og þaðan í hafnarbæinn Leith og þar fara þeir um borð í danska farþegaskipið s/s Laura og sigla síðan til Þórshafnar í Færeyjum og þar á eftir til Vestmannaeyja, en þangað hafði ekki komið farþegaskip í langan tíma. Rétt áður en þeir legga að landi berst þeim sú frétt að íslenski farþeginn, Hr. Breifjord kaupmaður frá Reykjavík hafi látist skyndilega í klefanum sínum.
Í Eyjum eru teknir um borð nokkrir slasaðir og veikir sjómenn sem vinna á frönskum skútum:
“þeir eru sendir eins og vörur á spítala í Reykjavík af franska “Konsulatet”, 2 af þeim deyja á leiðinni til Reykjavíkur.” Segir Edvin og er greinilega miður sín yfir þessari illu meðferð á fátækum sjómönnum.
Honum er einnig brugðið við að sjá gamaldags og fátæklegann klæðaburð Íslendinga og skinnskó þeirra.
Lifrarbræðsa í Reykjavík sumarið 1904
Úrdráttur úr kafla II
Lýsingar Edvins af hans fyrstu kynnum af höfuðborg Íslands eru oft skondnar. Þetta er BORG, sem varla myndi fá þá nafnbót, í þeim útlöndum sem hann ferðaðist frá.
Hann er rétt stiginn í land, þegar dönskumælandi Íslendingur, byrjar að spyrja um ferðir og hagi Edvins.
Úr þessu langa samtali fær hann ýmsar upplýsingar um Ísland og Reykjavík. Edvin er stoltur yfir því að plumma sig á skóladönskunni sinni, sem er tungumál sem hann ógjarnan vill tala, en hann áttar sig ekki á því að þessi viðkunnanlegi Íslendingur er blaðamaður hjá vikublaðinu Ísafold.
“Á þessum árum var allt fréttamatur, meira að segja koma útlendinga til landsins” segir Edvin og finnst þetta fyndið dæmi, þegar hann á efri árum lítur til baka á upphafsárin á sínu Síldarævintýri.
Edvin spásserar um fámenna borgina og hittir þá keppinauta sína, þá Hr. Ryste og hr. Sigurdsson, þeir gefa honum góð ráð, um hvert hann getur snúið sér varðandi að fá vinnsluleyfi og fl. Edvin fær loks aðstöðuleyfi út á Eyfilsey hjá hinum velviljuga Norðmannavini Hr. Geir Zoêga. Samtímis hefur hann lagt mikinn tíma í að gera samninga við enska og skoska togaraskipstjóra um að kaupa reglulega af þeim þorskailfur.
Eftir að hafa sett upp tæki og tól, utandyra í Eyfilsey, sér Edvin að það er tómt vesen að vera með starfsemi sína á eyju og flytur sig fljótlega á litla leigulóð í Reykjavík og byggir sér þar bárujárnsskúr og vinnur þar dag sem sumarbjartar nætur í sinni lifrarbræðslu.
” Hér á ég hús í ókunnugu landi og mér líður eins og kóngi, leigði mér samtímis lítið herbergi með eldhúsaðstöðu og get loksins lagað minn eigin mat. Það jafnast ekkert á við hugsunina um væntanleg laun, fyrir alla þá erfiðisvinnu sem maður vinnur sjálfur. Apríl 1904, er byrjunin á mínum fyrirtækjarekstri á Íslandi.“
Með mikilli vinnu tekst Edvin að framleiða nokkuð magn af þessari dýru svokölluðu lyfjalýsi og senda það til sölu erlendis, eins og sjá má í texta varðandi verðlaun í Marstrand sama haust/vetur. Marstrand er staðsett rétt fyrir ofan Gautaborg og ekki ólíklegt að Edvin hafi hitt þar fulltrúa frá Solbu & Co.
Fyrstu kynni Edvins af Íslendingum er nokkuð góð og finnst honum þeir vera upp til hópa hjálpsamlegir og heiðarlegir, lærdómsviljugir, duglegir og áráðanlegir til vinnu.
Fyrsta túrista-svindl Íslandssögunnar?
Hann nefnir þó nokkuð skondið “stórborgarlegt túrista svindl” sem hann og tveir aðrir útlendingar í Reykjavík verða fyrir síðsumarið 1904.
Þeir félagar voru eru í göngutúr um miðborgina og koma þá nokkrir ungir velklæddir Íslenskir herramenn og taka tal við þá. Íslendingarnir bjóða þeim út að borða, með snaps og góðu víni í flottum hótelmatsal, til að ræða þar viðskiptamöguleika. Þessir ungu herramenn, afsaka sig síðan og hverfa frá borðinu einn af öðrum. Þegar vertinn kemur með reikninginn til Edvins og hans útlensku borðsfélaga, neita þeir að sjálfsögðu að borga og benda á að þeir hafi þegið boð frá þessum herramönnum sem nú voru horfnir.
Vertinn horfir á þá undrandi og segir: “Þessir menn hafa varla efni á að bjóða eitt eða neitt, þeir eru allir bláfátækir námsmenn og eiga ekki bót fyrir boruna á sér.”
Áður en hann yfirgefur Reykjavíkur frásögnina, segir Edvin að hann eigi eftir að koma við þar aftur, næstu 9 sumur til að kaupa ferskan fisk af norskum bátum. Síðan segir hann ekkert um hvar og hvernig sá fiskur var verkaður eða hvert hann var fluttur/seldur.
Eitt af mörgum dularfullum viðskipta hliðarsporum sem Hr. Jacobsen nefnir í sínum frásögnum.
Ljósmyndir af tunnumerkjum frá bls. 43 og 56. Hér er annað dæmi um hversu fyrirtækja rekstur Jakobsen er víðtækur. Það er augljós að Superior kryddsíldin er framleidd á Siglufirði, en hitt tunnu vörumerkið gefur í skyn að Íslensk síld sé endurunnin og (umpökkuð?) í Fosnavåg. Sem sagt: Íslands-síld seld sem Norsk framleiðsluvara.
Á leið til Siglufjarðar 1904
Úrdráttur úr kafla III.
Byrjar á yfirlýsingu um að, 25 ágúst 1904 er Edvin á leið til Siglufjarðar og harðákveðin í að koma þar undir sig fótunum í síldarsöltun o.fl. Hann á einnig erindi á Húsavík, en þar er segist hann nú þegar vera komin með lifrar bræðslu útibú. Síðan bætir Edvin við:
“Frá því að ég skrifaði síðast um fyrri ferðasögu mína, eru nú liðin 27 ár!“
27 ár er langur tími og á þessum árum er Hr. jacobsen orðinn stórt nafn í Síldarsögu Íslands, hann er maður með mikil sambönd og sögu á bakinu, en hann gleymir sér aftur og aftur í tíma og rúmi, í þessari annars mögnuðu “Innanlandsferðasögu” sem sýnir okkur innviðaleysi Íslands 1904, varðandi t.d. samgöngumál í veglausu landi o.fl.
Þetta ferðalag með danska strandferðaskipinu Ceres, frá Reykjavík og austur fyrir land til Húsavíkur, er í rauninni næstum því jafnlangt, í tíma talið eins og ferðalag hans: Begen- England-Skotland-Færeyjar-Vestmannaeyjar-Reykjavík.
Hvar sem skipið stoppar á sinni löngu leið, getur Edvin ekki stillt sig og miðlar til okkar hafsjó að sögulegum fróðleik, um tilraunaveiðar á síld, hvalveiðar og sögulegri aðkomu Norðmanna, Svía, Frakka og Englendinga í hinum ýmsu bæjarfélögum, frá nær öllum byggðum fjörðum Austurlands til Húsavíkur.
Ofan á eigin frásagnir Edvins og hans miklu kunnáttu um menn og málefni, bætir afa-barnið Tine, við tilvísunum í aðrar heimildir úr bókinni: “Norske Islandsfisker på havet” höf. Kari Shetelig Hovland (K.S.H)“
Þetta eru allt saman atriði, sem nú þegar eru þekkt í síldar-og byggðarsögu þeirra staða sem nefndir eru í ferðalaginu til: T.d. Höfn Í Hornafirði, Tálknafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Rauðvarhöfn o.fl.
Meira áhugavert er hins vegar að halda hér sögusporinu og stikla á stóru í sjálfri ferðasögunni, sem er ævintýraleg og mjög svo lýsandi fyrir tíðarandann. Eins og nefnt er hér ofan, á Edvin erindi í lifrarbræðslu útibú sitt á Húsavík, á leið sinni til Siglufjarðar. Hér skilur hann eftir sig sögulegar spurningar og eins og svo oft áður, fáum við engin svör.
Eftir standa spurningar eins og t.d:
Seldi hann lifrar-bræðslu-aðstöðu sína í Reykjavík?
Eða sendi hann tæki og tól þaðan á undan sér, með fraktskipi til Húsavíkur?
Það eina sem hann segir um þetta mál, er að umboðsmaður hans og útibússtjóri þorskalifra blæðslunnar á Húsavík, sé Norðmaðurinn Martin Dybdal, sem seinna er búsettur í Ålesund.
Hliðarspor inn í ókomna framtíð!
Hér í lok 1 hluta sögunnar, kemur gott dæmi um hvernig Edvin stekkur oft inn í ókomna framtíð í dagbókarfærslum sínum og erum við þó enn á leiðinni til Húsavíkur/Siglufjarðar
Þessar endurminningar skrifar Edvin “kringum 1931” og hugur hans reikar hér víða um völl millistríðsáranna. Orð Edvins gefa okkur góða mynd af hverskonar persónuleika hann hefur að geyma og er okkur samtímis áminning um tíðarandann í komandi frásögnum í næstu köflum.
Hægt er að tengja, hugsanir hans við Íslenska orðatiltækið: “Þetta blessaða stríð sem gerði syni okkar ríka.”
Edvin finnst þetta stríð (fyrri heimsstyrjöldin) með öllu því ofbeldi og dauðsföllum sem því fylgdi, ekki hafa gefið okkur neitt annað en meiri sundrung og hatursorð. Svona hugsanir koma oft fram í frásögnum Edvins og sýna að hann er maður sátta og samlyndis. Honum er illa við STÓR orð og öfgafullar yfirlýsingar.
Á þessum árum, verður hann fyrst var við hreint hat minni kúfaðra þjóða frá t.d. bæði hinu unga Íslandi og Noregs til annara stærri þjóða. Slagorð eins og “Ísland fyrir Íslendinga” byrja að heyrast meir og meir.
Edvin sjálfur verður persónulega ekki sérstaklega mikið fyrir barðinu á þessu, enda fyrir löngu orðin viðurkenndur sem góður Siglfirðingur, en hann verður virkilega var við þann pólítíska hita, sem nú ræður ríkjum.
Sem meðal annars sést í harðri verkalýðsbaráttu á t.d. Siglufirði, varðandi betri laun og vinnuskilyrði, samfara pólitískum væntingum um stórar þjóðfélagslegar breytingar, ofan á kröfu um sjálfstæði Íslands o.fl.
Gott dæmi, sem lýsir vel þessum pólitíska hita og örum þróunar árum, kringum 1930, má sjá í , t.d. þessa Siglfirsku sögu:
Pólitíkst mannorðsmorð?
Edvin segir einnig að honum finnist ástandið í heiminum eftir fyrri heimsstyrjöldina vera hálf skrítið og þá sérstaklega á Íslandi og er hann hér óvenjulega harðorður:
” Fólkið sem ég hitti hér á norður hjara veraldar 1904, sem varla hafði séð peningaseðla eða hvað þá skildi virði svona pappírsskrauts. Hefur nú enga stjórn eða yfirsýn á fjárhagsmálum sínum, eftir þann mikla gróða sem safnaðist upp fyrir gott fiskiverð á stríðsárunum.
Þessir nú nýríku, þá skyrtu og bindislausu menn, hafa nú troðið sér inn á alþingi og í bæjarstjórnir. Þetta ástand hefur skapað seðlaprentun í stórum stíl og innflutnings- og neysluæði og lánaeftirspurn, bæði innanlands og frá útlöndum. Afleiðingin er verðbólga og mikil þjáning almennings og fyrirtækja af auknum skattaálögum og háum tollum og nú 1932: Einokrunarsala, innflutningshöft og endalaus skriffinnska við að sækja um inn- og útflutninga leyfi, á einu og öllu.”
Í annarri frásögn Edvins, er mun jákvæðari tónn í Síldarkónginum og segir hann þar um sama ástand, eitthvað á þessa leið:
“Loksins ræður litla Ísland meira yfir sínum eigin auðæfum, örlögum og framtíð. Íslendingar þurfa ekki lengur á útlendingum að halda, til að kenna þeim hitt og þetta…“
Þessar hugsanir og orð Edvins sýna okkur að hann er jarðbundin, víðsýnn maður, sanngjarn og sannur sjálfum sér og áhugasamur um velferð beggja sinna ungu landa, Íslands og Noregs.
Síldarkóngurinn Jacobsen! II. hluti
Í næsta kafla byrjum við með stuttu stoppi Húsavík og síðan kemur kafli með skondnum lýsingum af löngum ævintýralegum göngutúr Edvins frá Húsavík til Akureyrar. Þar á eftir koma stuttar Akureyrar / Oddeyrarsögur og lýsingar af fyrstu viðkomu Hr. Jacobsens á Siglufirði 1904. Þar á eftir birtast okkur merkilegar ljósmyndir og frásagnir varðandi starfsemi og staðsetningu á t.d. leigulóðum og eigin eignum Jacobsens o.fl 1905-13.
Einnig koma hér upp spurningar um “Hver á HVAÐ?
Höfundur samantektar:
Jón Ólafur Björgvinsson
Í góðri samvinnu við Siglfirsku sögumennina:
Steingrím Kristinsson og
Leó Ólason
Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/
Forsíðu ljósmynd o.fl.:
Mynd lánuð úr söguheftinu: Bestefar Jacobsen, Endurunnin af pistlahöfundi.
Allar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.
ATH. Endurvinnsla á myndgæðum, í eldri ljósmyndum er gerð með gervigreind af Steingrími Kristinssyni.
Vísað er í ýmsar heimildir í vefslóðum í greininni og í tímarit.is.