Unnið að samningsdrögum milli aðila

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 30. apríl 2025 var tekið fyrir erindi frá Síldarminjasafninu á Siglufirði þar sem safnið lýsir yfir áhuga á að taka að sér varðveislu og umsýslu listaverkasafns Fjallabyggðar. Í erindinu kemur fram að í Salthúsi Síldarminjasafnsins séu þegar til staðar góðar aðstæður til varðveislu listmuna.

Bæjarráð þakkaði Síldarminjasafninu ses. fyrir frumkvæðið og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið. Á sama fundi lá einnig fyrir formleg tillaga um að koma listaverkasafni Fjallabyggðar í umsjón og varðveislu hjá Síldarminjasafninu.

Í kjölfarið felur bæjarráð bæjarstjóra að semja drög að samningi við Síldarminjasafnið um samstarfið og leggja þau drög fyrir bæjarráð til umfjöllunar.

Þann 16. júní 1980 færðu hjónin Arngrímur Ingimundarson og Bergþóra Jóelsdóttir Siglfirðingum höfðinglega gjöf, alls 124 listaverk eftir marga af okkar þekktustu listamönnum. Með gjöfinni vildu Arngrímur og Bergþóra sýna Siglfirðingum í verki þakklæti fyrir stuðning sem þeir veittu foreldrum Arngríms á erfiðleikatímum eftir þau brugðu búi í Fljótum vegna heilsubrests föður hans og fluttust til Siglufjarðar. Málverkasafn þeirra hjóna var talið vera eitt vandaðasta og fjölbreyttasta listaverkasafn í einkaeign hér á landi. 

Arngrímur var fæddur að Höfn í Höfn í Holtshreppi í Skagafirði 23. nóvember 1912, sonur hjónanna Ingimundar Sigurðssonar og Jóhönnu Arngrímsdóttur. Bergþóra var fædd í Reykjavík 29. október 1913, dóttir hjónanna Jóels Sumarliða Þorleifssonar og Sigríðar Kristjánsdóttur. Arngrímur og Bergþóra giftu sig 1945 og bjuggu í Reykjavík upp frá því. Þau hjónin keyptu verslunina Vörðuna árið 1958 sem var kunn fyrir sölu barnavagna. Bergþóra lést 25. mars 1995 og Arngrímur 16. apríl 2009.

Í safninu er einnig að finna fjölda verka sem gefin hafa verið frá einstaklingum og fyrirtækjum til hvort um sig Siglufjarðar og Ólafsfjarðar gegnum tíðina og einnig verk sem hafa verið gefin Fjallabyggð eftir sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.ar helguð minningu foreldra þeirra hjóna. 

Sjá nánar á vefsíðu Listasafns Fjallabyggðar