Ekkert jafnast á við ekta Íslenskar rómabollur og að sjálfsögðu voru rómabollurnar hennar mömmu alltaf bestar.

En ég verð reyndar að viðurkenna eftir yfir 30 ár í Sverige að mér finnst sænskar „SEMLUR“  bolludagsbollur ansi góðar. Þær eru svolítið öðruvísi en aðrar rómabollur sem og bolludagurinn hér líka en hann er á morgun á sprengideginum okkar.

Dagurinn heitir „Fettisdagen“ og í beinni þýðingu verður það einfaldlega „FEITUR ÞRIÐJUDAGUR“

Semlor eru af hefð oftast með möndlumassakremi en eru líka til með vanillu eða súkkulaði kremi.

Menn eru farnir að svindla mikið kringum þessa dagsetningu sem Semlur eiga að vera til sölu.
Ég keypti t.d. tvær góðar á milli jóla og nýárs.

Tvær góðar Semlu rjómabollur í pakka frá Bon Jour bakaríinu.

Ég fann handa ykkur mjög flotta uppskrift af sænskum rómabollu-semlum á íslensku á mjög svo glæsilegri heimasíðu hjá Dröfn Vilhjálmsdóttur og uppskrifasíðan hennar heitir:

 ELDHÚSSÖGUR ÚR KLEIFARSELINU

Dröfn útskýrir hvað SEMLA er í grófum dráttum áður en okkur birtist sjálf uppskriftin.

….. Í Svíþjóð er líka bolludagur en þeir hafa eitthvað misskilið þetta (eða við!) því bolludagurinn þeirra er á sprengidag og kallast fettisdagen. Nafnið er dregið af „fet“ og „tisdag“, þ.e. feitur þriðjudagur!

Svíarnir taka „fettisdagen“ ekki jafn hátíðlegan og við tökum bolludaginn. Þeir eru með um það bil mánaðartímabil þar sem bollur eru til sölu í matvöruverslunum, bakaríum og á kaffihúsum.  Sænsku bollurnar kallast semlor og eru gerdeigsbollur.

Á þær er settur „mandelmassa“ eða möndlumassi auk rjóma og yfir bollurnar er stráð flórsykur. Eftir að hafa búið í Svíþjóð í 15 ár er ekki í boði á okkar heimili að baka bara vatnsdeigsbollur. Vilhjálmur minn er sérstaklega hrifinn af sænsku bollunum, þær eru með því því besta sem hann veit!

Ég bakaði því um helgina bæði sænskar „semlor“og íslenskar vatnsdeigsbollur. Möndlumassinn er seldur tilbúinn í sænskum verslunum en hann fæst ekki hér á landi (stöku sinnum í Íkea samt). Það er mjög einfalt að búa hann til og heimatilbúni möndlumassinn er mikið betri en sá tilbúni. Það er líka hægt að nota bara venjulegt Odense marsípan til að flýta fyrir sér og til dæmis finnst honum Vilhjálmi mínum það alveg jafn gott.

Í þessum sænsku bollum er kardimomma en ef maður vill gera hefðbundnar íslenskar gerdeigsbollur þá er bara hægt að sleppa kardimommunum, setja sultu og rjóma ásamt glassúr eða súkkulaði á toppinn – þar með eru komnar íslenskar bollur!

Sjá uppskrif frá Dröfn með flottum ljósmyndum af sænskum rómabollu, SEMLUM hér:

SÆNSKAR RJÓMABOLLUR

Jón Ólafur Björgvinsson

Ljósmyndir:
Jón Ólafur Björgvinsson

Heimildir:
Vísað er í heimildir gegnum slóðir í greininni.

Aðrar greinar og sögur eftir sama höfund:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON