Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, úthlutaði styrkjum úr Safnasjóði við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu þriðjudaginn 23. janúar, samhliða ársfundi höfuðsafnanna þriggja. Síldarminjasafnið hlaut tvo veglega verkefnastyrki og fjóra styrki úr aukaúthlutun sjóðsins og nemur upphæð þeirra alls 5,6 mkr.
Átaksverkefni: Grisjunaráætlun og flutningur safnkosts til framtíðarvarðveislu: 2.500.000 kr.
Rannsóknarverkefni: Síldarstúlkur – brautryðjendur kvenna í íslensku atvinnulífi: 2.000.000 kr.
Gerð kynningarmyndbands í markaðsskyni: 300.000 kr.
Alþjóðlegt þing sjóminjasafna / ICMM 2024: 300.000 kr.
Skráning ljósmynda og notkun Fotostation – vistaskipti við Ljósmyndasafn Reykjavíkur: 200.000 kr.
Námskeið fyrir safnafólk á Norðurlandi: Varðveisla málverka: 300.000 kr.
Mynd/Leifur Wilberg Orrason