Sunnudaginn 20. júlí verður haldin síldarsöltun og bryggjuball á planinu við Róaldsbrakka á Siglufirði, á vegum Síldarminjasafnsins.
Tilefnið er að 100 ár eru liðin frá því síldarstúlkur á Siglufirði hófu verkfall sem markaði tímamót í sögu verkalýðshreyfingar á Íslandi.
Þann 20. júlí árið 1925 lögðu síldarstúlkur þar í bæ niður störf til að þrýsta á um hærri laun. Aðgerðirnar báru árangur innan fárra daga og náðu þær fram launahækkun þar sem greidd var ein króna fyrir hverja saltaða tunnu. Samtímaheimildir greina frá því að stúlkurnar hefðu „komið auðvaldinu á kné.“
Verkfallið var mikilvægt skref í baráttu kvenna fyrir bættum kjörum og hafði umtalsverð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði á Íslandi til lengri tíma. Með atburðinum voru skrifaðar nýjar blaðsíður í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu.
Mynd/af facebokksíðu Símdarminjasafnsins