Fjallabyggð hefur tekið sjálfvirkan sláttuþjark í notkun. Þjarkurinn sinnir nú slætti við hús Félags eldri borgara og bókasafnið í Ólafsfirði. Tækið var keypt á síðasta ári og er ætlað að annast slátt á lóðinni við Bylgjubyggð 2b.
Notkunin er hluti af tilraunaverkefni og hefur þjarkurinn hingað til reynst vel á svæðinu. Hann hefur mætt nokkrum áskorunum, leyst verkefnin sjálfur í flestum tilvikum.
Gera má ráð fyrir að vegfarendur sjái þjarkinn að störfum við Bylgjubyggð á næstunni.

Myndir/Fjallabyggð