BOGOMIL FONT & Greiningardeildin – Sjóddu frekar egg.
Sigtryggur Baldursson bregður sér enn og aftur í líki hins ástsæla söngvara Bogomil Font, að þessu sinni með félögum sínum úr Greiningardeild Hljómskálans.
Ætlunin er að fylgja eftir nýrri þáttaröð Hljómskálans með nokkrum nýjum lögum, sem hafa yfir sér séríslenskan kalypsóblæ — svokallað kuldakalypsó. Fyrsta lagið kallast „Sjóddu frekar egg“ og segir skammdeginu og meðfylgjandi febrúardepurð löngu tímabært stríð á hendur.
Sigtryggur syngur og ber ýmsar trumbur. Lag og texti eru eftir Braga Valdimar. Kiddi Hjálmur sér um upptökustjórn og fíling. Til halds og trausts eru þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Þorsteinn Einarsson á gítar og Rubin Pollock á bassa og ýmsa gítara. Söngdívurnar Salóme Katrín og RAKEL syngja bakraddir. Herlegheitin voru tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði.
Lagið er komið í spilun á FM Trölla.