Sólveig Stjarna Thoroddsen myndlistarmaður og ljósmyndari hefur dvalið í Herhúsinu á Siglufirði og unnið að myndlist, málverkum, ljósmyndum og teikningum í maímánuði.

Verið að gera klárt fyrir sýninguna í Herhúsinu

Náttúran er Sólveigu hugleikin, í verkum sínum túlkar hún að þessu sinni æviskeið fugla frá upphafi til enda.

Sólveig heldur sýningu í gestavinnustofu Herhússins Norðurgötu 7b, föstudaginn, 24. maí frá 17:00-19:00. Einnig verður opið laugardaginn, 25. maí frá kl. 14:00 – 16:00.

Náttúran er Sólveigu hugleikin og endurspeglast það í verkum hennar

 

Sólveig hefur dvalið í maí í Herhúsinu og unnið þar að myndlist

 

 

 

 

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.