Dagskrá um sjómannadagshelgina í Ólafsfirði er hin glæsilegasta.  Það er Sjómannadagsráð Sjómannafélags Ólafsfjarðar sem hefur haft veg og vanda að gerð dagskrárinnar sem höfðar til fólks á öllum aldri.

Hátíðarhöldin hefjast föstudaginn 31. maí og lýkur sunnudaginn 2. júní.

Dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast hér og á Facebook síðu Sjómannadagsins í Ólafsfirði

Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til þátttöku í hátíðarhöldunum.

Boðið upp á rútuferðir á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem hér segir:

Laugardagur 1. júní

Frá Siglufirði kl. 13:30 og 20:30 (Farið frá Torginu)
Frá Ólafsfirði kl. 16:00 og 22:30 (Farið frá íþróttamiðstöðinni)

Sunnudagur 2. júní

Frá Siglufirði kl. 13:00 (Farið frá Torginu)
Frá Ólafsfirði kl. 16:00 (Farið frá íþróttamiðstöðinni)

 

Frá Sjómannadeginum 2018