Gunnar Gíslason hjá Starfsgæðum ehf hefur á síðastliðnum mánuðum unnið að úttekt á grunnskólum Skagafjarðar. Í úttektinni voru ýmsir þættir skoðaðir s.s. aðstaða til skólastarfs,  rekstur, þjónustustig, stoðþjónusta, viðhorf til skólans, starfshættir o.fl.  Leitast var við að leggja mat á starfsemina og m.a. horft til annarra skóla sem telja má sambærilega.

Skólastarf er kvikt og síbreytilegt og því mikilvægt að skoða reglulega öll tækifæri til úrbóta í því augnamiði að efla faglegt starf skólanna í góðum samhljómi við örar samfélagslegar breytingar.

Margar gagnlegar ábendingar koma fram í skýrslunni og verður unnið með þær á næstu vikum og mánuðum í sérstökum vinnuhópi sem skipaður er fulltrúum fræðslunefndar og byggðarráðs. Vinnuhópurinn leggur mikla áherslu á að vinna að framkvæmd breytinga í góðu samstarfi við alla þá sem að skólastarfi koma.

Skýrsluna má nálgast hér.

Af skagafjordur.is