Útgáfa Sjónaukans í Húnaþingi vestra hefur nú verið endurvakin.

Selasetrið hefur umsjón með útgáfunni og mun blaðið koma út vikulega. Eins og áður þá mun blaðið innihalda auglýsingar um það helsta sem er á döfinni í sveitarfélaginu og er fólk hvatt til að nýta sér þennan möguleika til að koma skilaboðum á framfæri.

Blaðið mun liggja frammi á fjölförnum stöðum, svo sem Kaupfélaginu, Íþróttamiðstöðinni og víðar. Fólk er hvatt til að grípa með sér blað. 

Blaðið er einnig aðgengilegt í vefútgáfu á vefsíðunni sjonaukinn.is