Um 70 eignir eru til sölu á Siglufirði, þar má telja nokkur atvinnuhúsnæði, en megnið er íbúðarhúsnæði.

Arndís Jónsdóttir fasteignasali á Siglufirði er þó jákvæð þó hægst hafi á fasteignasölu á landsvísu og telur það jákvætt að nóg úrval er af eignum til sölu þegar markaðurinn tekur við sér á nýjan leik.

Trölli.is hefur einnig haft samband við aðila sem hafa sett á sölu, “sumarhúsaeigandi” vill selja því það kostar orðið of mikið að eiga “aðra eign” á Siglufirði, einn vill selja til að minnka við sig og fjölskylda vill flytja úr bænum, svo ástæðurnar eru mismunandi. Einnig hafa aðilar sett sölueignir í leigu þar til eignir seljast.

22 íbúðarhúsnæði eru til sölu í Ólafsfirði og því um 80 íbúðarhúsnæði til sölu Í Fjallabyggð.

Til samanburðar eru um 10 íbúðarhúsnæði til sölu á Dalvík, 7 á Hvammstanga og 7 á Sauðárkróki.