Í vikunni var haldin samæfing björgunarsveitarinnar og sjúkraflutningamanna HSN í Siglufirði.
Björgunarsveitarmenn kenndu notkun á sigbúnaði og grunnatriði í línuvinnu í brattlendi. Með sívaxandi útivistarferðamennsku í okkar nærumhverfi er afar mikilvægt að kunna réttu handtökin við erfiðar aðstæður.
Frábær æfing í alla staði sem Bryndís Guðjónsdóttir frá Strákum stjórnaði og fleiri slíkar æfingar og miðlun þekkingar milli viðbragðsaðila eru fyrirhugaðar á næstunni.







Myndir frá Jóhanni K. Jóhannssyni slökkviliðsstjóra og Ingvari Erlingssyni.