Laugardaginn 27. apríl var síðasti opnunardagur á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Egill Rögnvaldsson rekstrarstjóri skíðasvæðisins er sáttur við veturinn þótt að vertíðin hafi verið styttri vegna snjóleysis en hann hafði vonað. Að þeim sökum hefur Skarðsrennsli sem fara átti fram 4. maí næstkomandi verið aflýst.
Alls komu um 11.000 gestir í fjallið þá 93 daga sem opið var og er það 2000 fleiri en í fyrra.
Aðsókn um páskanna var alveg glimrandi og einnig komu um 2.500 gestir þegar vetrarfríin voru á stór Reykjavíkur svæðinu.
Þess má einnig geta að fyrirtæki Egils Rögnvaldssonar var að gera samning við Fjallabyggð um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal fyrir tímabilið 1. júní 2019 til 1. júní 2022.
Þar sem skíðavertíðinni er lokið er það næsta skref hjá Agli að undirbúa golfvöllinn fyrir golfunnendur, þar sem hann sér einnig um að viðhalda golfvellinum á Siglufirði yfir sumarmánuðina.