Í DV kemur fram að erfiðlega hefur gengið að stemma stigu gegn smálánafyrirtækjum. Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda til að stöðva slíka starfsemi lifir hún enn góðu lífi og er nú starfrækt frá Danmörku. Smálán verða til umfjöllunar í kvöld í fréttarskýringaþættinum Kveik.

Fyrirtækið sem sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtækin heitir Almenn innheimta. Þar vinna fimm starfsmenn í ómerktu húsi á Siglufirði. Eigandi fyrirtækisins er Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.

Rannsókn Kveiks sýnir fram á að tekjur Almennrar innheimtu er gífurlegar, eða 239 milljónir fyrir árið 2017. Sem er áhugavert í ljósi þess að eini viðskiptavinur fyrirtækisins er áðurnefnd eCommerce.

Hins vegar er rekstrarkostnaður ákaflega mikill, nánast jafn tekjunum, svo skráður hagnaður er nánast enginn. Dæmi um rekstrarkostnað  hjá þessu fimm manna fyrirtæki eru ríflega 84 milljónir króna í rekstur tölvukerfis fyrir árið 2017, tæpar 7 milljónir í burðargjöld, ríflega 4 milljónir í þjónustugjöld og 5 milljónir í annan skrifstofukostnað.

Kveikur reyndi að hafa upp á Gísla Kr. og má afraksturinn sjá í þættinum í kvöld.

Umfjöllun Kveiks verður sýnd í kvöld klukkan 20:05 á RÚV

 

Sjá nánar um frétt: Hér