Framkvæmdir eru nú á lokastigi við endurbætur á leiksvæði leikskólans Krílakots í Dalvíkurbyggð. Verið er að leggja síðustu hönd á að klára svæðið og unnið að því að leggja svokallað tartar í kringum bátinn á svæðinu og við leiksvæði Skýjaborgar. Svæðið hefur verið girt af og merkt sérstaklega með skilti sem bannar umferð inn á framkvæmdasvæðið meðan á verki stendur.

Þrátt fyrir merkingar og lokun svæðisins bárust upplýsingar um að óviðkomandi hefðu farið inn á svæðið og skemmt þá vinnu sem unnin hafði verið yfir daginn. Í ljósi þessa er íbúum vinsamlegast bent á að ræða við börn sín og útskýra mikilvægi þess að virða lokun svæðisins, sem verður opnað að nýju um helgina.

Þeir sem kunna að hafa orðið varir við umferð inn á svæðið að kvöldi 7. júlí eru beðnir um að hafa samband við Ágústu Kristínu Bjarnadóttur leikskólastjóra í síma 460‑4950.