Skíðafélag Ólafsfjarðar býður upp á skíðagöngunámskeið dagana 3. – 5. mars kl. 18:00

Eftirspurn eftir námskeiðum fyrir fullorðna í skíðagöngu hefur stóraukist síðustu misseri og mun Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða áhugasömum tækifæri til að læra á gönguskíði.

Námskeiðið hentar byrjendum sem lengra komnum. Farið verður í undirstöðu atriði fyrir byrjendur, staða, rennsli, detta, bremsa o.fl. Fyrir lengra komna verður farið í tækni, þyngdarflutning, brekkur o.fl.

Námskeiðið er ætlað 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar og skráning veitir Kristján Hauksson á Messenger eða skiol@simnet.is