Á 904. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lá fyrir erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað var eftir lagningu vatnslagna inn á skíðasvæðið í Ólafsfirði. Markmið beiðninnar er að gera mögulegt að nýta vatn til snjóframleiðslu á svæðinu. Í erindinu kemur fram að Skíðafélag Ólafsfjarðar muni bera allan kostnað sem hlýst af snjóframleiðslunni sjálfri sem og uppbyggingu annarra tengdra kerfa.
Bæjarráð samþykkti að verða við beiðni Skíðafélags Ólafsfjarðar um lagningu vatnslagna á skíðasvæðið til að gera notkun snjóframleiðslubúnaðar mögulega. Jafnframt var framkvæmdasviði falið að fylgja málinu eftir þegar aðstæður leyfa.
