Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg var með páskakaffi laugardaginn 30 apríl til styrktar félaginu.
Vel var mætt í páskakaffi Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar (SSS) og vill félagið þakka þeim sem komu kærlega fyrir komuna í kaffið.
Páskakaffið er mikilvæg fjáröflun fyrir starf skíðafélagsins. Einnig þakkar félagið Siglóveitingum fyrir stuðninginn og aðstoðina.
Myndir/Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg