Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg hefur hrundið af stað árlegri jólahumarsölu og rennur allur ágóði óskertur til barna- og unglingastarfs félagsins. Humarsalan hefur reynst mikilvæg fjáröflun fyrir félagið og er ætluð til að efla það öfluga starf sem fram fer á skíðasvæðinu yfir vetrarmánuðina.

Síðasti pöntunardagur er 28. nóvember og verður afhending bæði á Siglufirði og í Reykjavík í byrjun desember. Í boði eru þrjár tegundir af humri. Humar skelbrot í stærðinni 12/20 í kílóa pakkningum þar sem nettóþyngd er 800 grömm. Skelflettur smár humar, eins kílóa pakkningar með 800 grömmum nettó. Að auki er boðið upp á skelflettan humar í stærri bita, einnig í kílóa pakkningum með 800 grömmum nettó. Verðin eru frá 5.900 krónum og upp í 9.000 krónur.

Félagið hvetur bæjarbúa og velunnara til að tryggja sér humar í jólamatinn og styðja um leið við frábært starf skíðafélagsins í þágu yngri kynslóðarinnar.

Mynd: facebook / Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg