Fyrra skíðagöngunámskeiðið, sem stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð stóð fyrir í samstarfi við Skíðafélag Ólafsfjarðar, fór fram í Ólafsfirði um nýliðna helgi. Þátttaka var frábær, því alls skráðu 42 sig til leiks.
Námskeiðið tókst í alla staði vel, þátttakendur skemmtu sér hið besta og náðu grunntökunum í þessari góðu íþrótt.
Seinna námskeiðið fer fram í Siglufirði og er undir stjórn Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar. Til stóð að það hæfist í gær en vegna snjóleysis hefur því verið frestað um tvær vikur.
Þátttaka þar er einnig mjög góð þar, um 40 manns hafa skráð sig.
Heimild/ Frétta- og fræðslusíða UÍF
Mynd/ Skíðafélag Ólafsfjarðar