Hríðarbylur gekk yfir Siglufjörð í gær og minnti rækilega á að skíðaveturinn sé á næsta leiti. Með snjókomunni jókst eftirvænting skíðakrakka á Siglufirði, sem nú telja dagana þar til opnað verður í Skarðsdal.
Vaka Rán Þórisdóttir hefur undanfarið séð um þrek- og styrktaræfingar fyrir krakka í Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg í gamla íþróttasal Barnaskólans.
Ef allt fer samkvæmt óskum ætti ekki að líða á löngu þar til fyrsta skíðadeginum verður fagnað í Skarðsdal.




