Skíðasvæðið í Skarðsdal er gjörbreytt eftir miklar framkvæmdir í haust og nú meðan beðið er eftir snjónum er unnið að minniháttar lokafrágangi.

L-7 verktakar sjá um framkvæmdir á svæðinu og var Andrés Stefánsson reynslubolti úr skíðaheiminum ráðinn til að fylgja verkefninu eftir.

SSS er að taka aftur við veitingasölunni á svæðinu og þar vinna duglegir foreldrar í sjálfboðavinnu til að afla tekna fyrir barnastarfið.

Við lofum ljúffengum veitingum í vetur, rjúkandi kakó og vöfflur ásamt mörgu fleiru.

Töfrateppið er komið á svæðið og núna verður milljón sinnum skemmtilegra fyrir fjölskyldur að koma og leika við minnstu skíðakappana.

Frábær vetur framundan í skarðinu.

Á forsíðumynd er Andrés Stefánsson með súlulyftu í bakgrunn.

Heimild og mynd/Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg