Skíðasvæðið Skarðsdal, Siglufirði opið mánudaginn 25. mars kl. 13-19
Á facebook síðu skíðasvæðisins segir að veðrið sé W 0-3m/sek, frost 1 stig, en þar sem slepping er á Búngulyftu (670m) er frost 3 stig og nýr snjór og alskýjað, en það mun hitna nokkuð í dag, færið er troðinn þurr snjór. 4 lyftur opnar og eru 6 skíðaleiðir tilbúnar.
Göngubraut verður tilbúin kl. 12:00 veðrið þar er WSW 1m/sek, frost 1 stig og er þurr snjór en þar mun blotna töluvert í dag.
Mynd: Af síðu Skarðsdals