Fyrsti opnunardagur ársins á Skíðasvæðinu í Skarðsdal verður í dag, laugardaginn 17. janúar frá klukkan 11:00 – 16:00.

Opið verður í T-lyftu og töfrateppi á þessum dýrðar degi. Enn er verið að vinna svæðið þannig að minnt er á að fara varlega vegna þess að víða er þunnt á.

Vonast er til að koma svo Súlu-Lyftunni í gang mjög fljótlega.

Hægt er að skoða færð og veður í vefmyndavélum skíðasvæðisins.