Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður lokað um óákveðin tíma vegna snjóflóðs sem féll þar 20. janúar.
Snjóflóðið eyðilagði skíðaskálann, skíðaleiguna, verkstæðið, annar snjótroðarinn og snjósleði eru skemmdir.
Skíðalyftan, annar troðarinn og snjósleði sluppu.
Forsvarsmenn skíðasvæðisins bíða eftir því að fá fara inn á svæðið, en fyrst þarf að taka svæðið út til öryggis.
Stefnt er að því að koma skíðasvæðinu í gang sem fyrst og er vonast eftir því að það gæti orðið um miðjan febrúar, en mikið hreinsunarstarf bíður þar til veður gengur niður.
Göngubraut verður lögð um leið og hægt verður vegna veðurs.