Skógarvinir þeir Bjarni Þorgeirsson, Sigurjón Erlendsson og Guðrún Kjartansdóttir byggðu í sumar útsýnispall staðsettan við bílastæðið í skógrækt Siglufjarðar í Skarðsdal.
Pallurinn hefur gott aðgengi fyrir fatlaða, ásamt því var settur upp rampur við snyrtinguna þannig að nú er hægt að komast á hjólastól þar inn.
Það er alveg ómetanlegt að eiga þessa öflugu skógarvini að við ýmis þarfa verk. Þar fyrir utan hafa stórir sem smáir hópar veraldarvina komið í sumar til að hreinsa upp greinar, byggja upp skógarstíga og að keyra möl í stíga.
Myndir/Skógræktarfélag Siglufjarðar