Í gær fór fram Skólahreystikeppni í Grunnskóla Fjallabyggðar. Nemendur 8., 9., og 10. bekkjar tóku þátt og var keppt í íþróttahúsinu Ólafsfirði. Þetta var keppni innan skólans og sigurvegarar verða fulltrúar GF á aðal Skólahreysi keppninni í vor.
Keppnin fór vel fram, mikil og góð stemming, bæði meðal keppenda og áhorfenda.
FM Trölli sendi út lýsingu frá keppninni í beinni útsendingu. Það var Örn Elí íþróttafræðingur sem lýsti, en hann ætti að vera íþróttafólki vel kunnur í Fjallabyggð. Upptaka af lýsingunni er hér neðst á síðunni.

Örn Elí og Gunnar Smári.
Hvað er Skólahreysti?
Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Keppt er í eftirfarandi keppnisgreinum:
- Upphífingum (strákar)
- Armbeygjum (stelpur)
- Dýfum (strákar)
- Hreystigreip (stelpur)
- Hraðaþraut (strákar og stelpur)
Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan hinn keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Önnur stúlkan keppir í armbeygjum og hreystigreip, en hin tekur þátt í hraðaþrautinni. Tveir skólar keppa samtímis í hverri þraut fyrir utan hreystigreip, en þar takast á fimm til átta skólar í einu.
Í hraðaþrautinni fer stelpan fyrst af stað og þegar hún lýkur hringnum má strákurinn fara af stað í sinn hring. Samanlagður tími þeirra er keppnistími liðsins.
Fréttamaður Trölla var á staðnum og tók myndirnar sem hér fylgja með.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Hér má hlusta á upptöku frá útsendingu FM Trölla